Fyrirlestur Elfu Hlínar um merkar mæðgur
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. okt 2009 13:04 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Vísindagarðurinn stendur fyrir Vísindakaffi á Gistihúsinu Egilsstöðum á morgun, föstudag, kl. 12 til 14. Elfa Hlín Pétursdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, mun halda fyrirlestur sem nefnist Líf og störf Sigríðar Þorsteinsdóttur og Ingibjargar Skaptadóttur, - mæðgur, ritstjórar, kaupstaðabúar, Þingeyingar, Seyðfirðingar, kvenréttindakonur, bindindisfrömuðir...
Þessi fyrirlestur byggir á meistararitgerð Elfu Hlínar og gefur innsýn í líf og störf stórmerkrar mæðgna, sem bjuggu á Seyðisfirði á ofanverðri 19 öld og fram á þá tuttugustu en hafa verið flestum gleymdar.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
(Fréttatilkynning frá Vísindagarðinum)