Fyrsti laxinn veiddur á Jökuldal

Fyrsti laxinn sem vitað er til að veiðst hafi á Jökuldal veiddist rétt fyrir hádegi á mánudag. Árni Jóhannesson, félagi í Mokveiðifélaginu, náði fisknum með túbu.

 

Þetta var smálax og honum sleppt aftur. Það var Jón Hallgrímsson, bóndi á Mælivöllum, sem sá laxinn í hyl við brúna hjá bænum og kallaði á tengdasoninn. Hylurinn hefur fengið nafnið Jónshylur.

Hingað til hefur verið óvissa um fiskgengd upp Jökulsá á Dal vegna erfiðra fossa og flúða á leiðinni, ásamt því sem hindrun hefur verið talin við Steinboga skammt ofan aðalbrúnnar yfir ána. Nokkuð hefur rignt á svæðinu að undanförnu og talið að laxinn hafi notað aukið vatnsmagn til að fleyta sér yfir höftin. Einnig kann eitthvert náttúrulegt klak að vera á svæðinu því engum seiðum var sleppt í Hnefilsdalsá í fyrra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.