Gæsluvarðhald yfir dópsmyglurum framlengt
Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem taldir eru hafa staðið fyrir smygli á meira en hundrað kílóum fíkniefna til landsins með skútu hefur verið framlengt til næstu mánaðarmóta.
Fjórir mannanna munu sitja í gæsluvarðandi til 29. maí en tveir til 2. júní. Þeir munu allir hafa komið við sögu í öðrum fíkniefnamálum áður, Íslendingarnir hérlendis en Hollendingurinn í sínu heimalandi. Sá hafði komið nokkrum sinnum til landsins áður en Landhelgisgæslan náði honum á hafinu milli Íslands og Færeyja á skútunni, sem siglt var að Papey.