Husky-hundar í Höfðavík

Um næstu helgi verður haldið fyrsta Icehuskymótið (landsmót eigenda Husky-hunda) í Höfðavík í Hallormsstaðarskógi. Hjördís Hilmarsdóttir segir þetta eiga að verða árvissan viðburð, en mót verði haldin til skiptis í öllum landsfjórðungum. Búist er við um fimmtíu manns með á milli 20 og 30 hunda og verður reist tjaldborg í Höfðavíkinni.

husky2.jpg

 

Hjördís segist viss um að landsmótið verði afar líflegt. Dagskrá hefjist á laugardag með göngu upp að Hengifossi í Fljótsdal og að því búnu, um kl. 14, hefjast hundakeppnir og ýmis skemmtilegheit.

Fólk er velkomið að koma og horfa á leikina/keppnirnar, en er beðið um að koma ekki með hunda með sér, svo allt fari ekki í háaloft hjá Husky-hundunum.

  

,,Þetta er samstilltur hópur huskyeigenda sem þarna hittist og við ætlum til dæmis að keppa í reipitogi hunda, en þá eru hundarnir settir í beisli og hvattir áfram,“ segir Hjördís.  ,,Einnig er tímataka í spretthlaupi hunda. Um kvöldið verður grillað saman, varðeldur kveiktur og efnt til kvöldvöku, þar sem eitthvað verður sprellað.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar