Jónas Reynir tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Fellbæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson er meðal þeirra sem tilnefndir eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Tilnefninguna hlýtur Jónas Reynir fyrir nýjustu skáldsögu sína, Dauði skógar.

Skáldsagan er sú þriðja sem Jónas Reynir sendir frá sér en þær fyrri heita Millilending og Krossfiskar. Það sem meðal annars skilur Dauða skógar frá hinum er að hún gerist í þorpi í dreifbýli en ekki borg.

„Jónas Reynir Gunnarsson tæpir á helstu málum samtímans í þessari þriðju skáldsögu sinni. Fjallað er á margræðan hátt um tengsl náttúru og manns, innri átök hans og hið óumflýjanlega í tilverunni,“ segir í umsögn dómnefndar verðlaunanna.

Jónas Reynir er meðal þeirra sem kynnt hafa verk sín í Rithöfundalestinni á Austurlandi 2020. Þá kynningu má sjá hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.