Landsþing Landsbjargar um helgina
Dagana 15. og 16. maí heldur Slysavarnafélagið Landsbjörg landsþing sitt í Íþróttahöllinni á Akureyri. Landþingið sækja um 500 félagar úr slysavarnadeildum og björgunarsveitum af landinu öllu. Landsþing félagsins er haldið annað hvert ár og er stærsta samkoma þess. Á þinginu er kosin ný stjórn, farið yfir reikninga og málefni þessa stóra félags, sem í eru um 18.000 félagsmenn, rædd vítt og breytt.
Í kringum þingið eru einnig skipulagðir nokkrir viðburðir, m.a. svokallaðir björgunarleikar þar sem harðsnúin lið úr björgunarsveitum keppa sín á milli í ýmsum þrautum og verkefnum sem upp geta komið í starfi sveitanna.
Vegleg árshátíð félagsins verður svo haldin á laugardagskvöldinu. Að þessu sinni verður sú samkoma væntanlega stærsta Evróvision-partý landsins því íslenska laginu verður varpað á risaskjá fyrir rúmlega 600 gesti.