Skip to main content

Leik- og grunnskólar í Hallormsstað sameinast í einn skóla

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. okt 2009 13:10Uppfært 08. jan 2016 19:20

Um næstu mánaðarmót munu leikskólinn og grunnskólinn á Hallormsstað formlega sameinast. Leikskólinn Skógarsel verður  þar með ein deild innan Hallormsstaðaskóla. Mikil áhersla hefur verið lögð á samstarf leik-og grunnskólans undanfarin ár og með þessum breytingum gefst tækifæri til að samtvinna nám og leik skólastiganna enn frekar.

hallormsstaarskli.jpg

Samstarf skólanna hefur verið fjölbreytt og má meðal annars nefna útiskóla fyrir fjögurra til átta ára nemendur undir stjórn kennara frá báðum skólastigum. Þá hefur Orkuverið, skóladagheimili nemenda í 1. til 3. bekk, verið flutt í húsnæði leikskólans og fellur þar með inn í dagskipulag leikskólabarnanna. Þessi sameining hefur tekist vel og er óhætt að segja að almenn gleði ríki á meðal barnanna þar að lútandi, sama á hvaða aldri þau eru. Frá þessu greinir á vef Fljótsdalshéraðs.