Lægsta boði í endurnýjun stofnlagnar tekið

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að taka tilboði lægstbjóðanda í endurnýjun stofnlagnar vegna snjóflóðavarnargarðs á Norðfirði. Bárust sex tilboð í verkið. Öll nema eitt voru undir kostnaðaráætlun, en hún nam tæpum 42 milljónum króna. Framkvæmdasýsla ríkisins yfirfór tilboðin og mat tilboð RBG vélaleigu-verktaka hagstæðast, en það nemur ríflega 24 milljónum króna.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar