Skip to main content

Messufall í mótmælum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. júl 2009 22:44Uppfært 08. jan 2016 19:20

Enginn, eða í það minnsta afar fáir, mættu í boðuð mótmæli gegn ríkisábyrgð vegna Icesave samninganna á Egilsstöðum í dag.

ImageBoðað hafði verið til mótmælanna við sýslumannsskrifstofuna klukkan tvö. Þegar Austurglugginn átti leið um rétt upp úr klukkan tvö var enginn á staðnum nema fréttamenn Ríkisútvarpsins. Þeir fóru fljótlega. Mótmælin áttu að standa fram til klukkan sex en Austurglugganum bárust engar fregnir af mótmælendum á þeim tíma.