Nýtt nótaverkstæði á Eskifirði

 Egersund á Íslandi hefur opnað nýtt nótaverkstæði á Eskifirði. Byggingaframkvæmdir hafa tekið tíu mánuði . Fyrirtækið verður með netaverkstæði og veiðarfæraframleiðslu. Einnig verður hægt að hýsa veiðarfæri við góðar aðstæður. Fljótlega verður byrjað að framleiða þann hluta veiðarfæra sem áður þurfti að fá frá móðurfyrirtækinu í Noregi. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þegar starfsemin verði komin á skrið muni stöðugildum hjá Egersund fjölga, en nú starfa tólf manns hjá fyrirtækinu á Eskifirði.

egersund.jpg

Egersund Ísland ehf. var stofnað árið 2004 og er hluti af fyrirtækjasamstæðu Egersund-Trawl A/S, í Noregi. Fyrirtækið var áður í eigu Eskju h/f. Egersund Ísland ehf. Aðal starfsemi er sala, framleiðsla og viðgerðir á flottrollum og nótum. Vegna náins samstarfs við Egersund Trawl A/S., í Noregi, hefur þróast tæknikunnátta á mjög háu stigi innan fyrirtækisins hvað varðar framleiðslu veiðarfæra.

Framleiðsluvörur
Flottroll
Trollpokar
Toghlerar
Vírar
Grandarar

Mynd: Nótaverkstæðið á Eskifirði/mynd af vef Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.