Þorskafli frá upphafi fiskveiðiárs rúm 113 þúsund tonn

Frá byrjun fiskveiðiársins til 29. apríl sl. var þorskafli íslenskra skipa sem reiknaður er til aflamarks orðinn 113.205 tonn sem er 72,5% af leyfilegu aflamarki yfirstandandi fiskveiðiárs. Þetta er nokkuð minna nýtingarhlutfall sé miðað við sama tíma í fyrra þegar búið var að veiða 75,6%. Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að auka aflamarkið um 30 þúsund tonn í janúar sl. gæti þar haft einhver áhrif.

gapandi_torskur.jpg

 

Ef borið er saman sama tímabil á liðnum fiskveiðárum þá er hlutfallið nú nokkuð áþekkt því sem verið hefur. Hæst var hlutfallið á fiskveiðiárinu 2003/04 90,2% en lægst var það fiskveiðiárið 1994/95 þegar það var aðeins 57,6%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.