Þórir SF 77 í heimahöfn

 

Þórir SF 77 nýtt skip Skinneyjar Þinganess og hið síðara sem smíðað var í Taiwan kom til Hornafjarðar 30. júní. Öll skip fyrirtækisins að undanskyldu Þinganesinu sem var í slipp, sigldu fánum prýdd til móts við  Þóri og  tóku á móti honum skammt vestan við Hvanney. Síðan sigldu öll skipin  til hafnar með nýja Þóri í fararbroddi.

fr_mttku_ris_sf_77.jpg

Segir á www.rikivatnajokuls.is að það hafi verið áhrifamikil og hátíðleg stund þegar þessi glæsilegi skipafloti sigldi inn Hornafjarðarós inn í höfnina og var þeim vel fagnað af bæjarbúum. Sennilega hefur aldrei verið annar eins fjöldi af bílum í Óslandi þar sem útsýni er yfir innsiglinguna eins og þegar bæjarbúar fögnuðu komu nýja skipsins og tóku þátt í glæsilegri móttöku hjá Skinney Þinganesi.

Fyrirtækið bauð bæjarbúum og öðrum viðstöddum í fiskiréttaveislu á bryggjunni við Miklagarð og einnig voru nýju skipin Þórir og Skinney til sýnis. Eitt skipa fyrirtækisins, Steinunn SF, kom í vikunni í fyrsta sinn til heimahafnar en hún stundar veiðar út frá suðvesturlandi.

Mynd: Frá móttöku Þóris á Hornafirði/af vef Hornafjarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar