Úrkomumet á Desjarmýri

Úrkomumet var sett á Desjarmýri í Borgarfirði í morgun. Þar mældust sólarhringsúrkoman 151,4 mm klukkan níu í gærmorgun. Það er það mesta sem mælst hefur þar síðan úrkomustöð var sett upp árið 1998. Gamla metið var sett í ágúst 2001 þegar 132 mm mældust.

 

Mikið hefur rignt á Austfjörðum seinustu daga þótt ekki hafi fleiri úrkomumet verið slegin, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Á Dalartanga mældist sólarhringsúrkoman  138,2 mm í gærmorgun sem er fjórða hæsta gildi síðan mælingar hófust árið 1949. Hæsta gildið var 200 mm í október 1983.

Á sjálfvirkri stöð í Fáskrúðsfirði mældust 102 mm 91,3 og 85,9 mm á stöðvunum í Neskaupstað, annaðri sjálfvirkri en hinni ómannaðri.

Samkvæmt sjálfvirkum veðurstöðvum rigndi samfleytt í tuttugu klukkustundir, frá hádegi á þriðjudag til rúmlega níu í gærmorgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.