Úrkomumet á Desjarmýri

Úrkomumet var sett á Desjarmýri í Borgarfirði í morgun. Þar mældust sólarhringsúrkoman 151,4 mm klukkan níu í gærmorgun. Það er það mesta sem mælst hefur þar síðan úrkomustöð var sett upp árið 1998. Gamla metið var sett í ágúst 2001 þegar 132 mm mældust.

 

Mikið hefur rignt á Austfjörðum seinustu daga þótt ekki hafi fleiri úrkomumet verið slegin, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Á Dalartanga mældist sólarhringsúrkoman  138,2 mm í gærmorgun sem er fjórða hæsta gildi síðan mælingar hófust árið 1949. Hæsta gildið var 200 mm í október 1983.

Á sjálfvirkri stöð í Fáskrúðsfirði mældust 102 mm 91,3 og 85,9 mm á stöðvunum í Neskaupstað, annaðri sjálfvirkri en hinni ómannaðri.

Samkvæmt sjálfvirkum veðurstöðvum rigndi samfleytt í tuttugu klukkustundir, frá hádegi á þriðjudag til rúmlega níu í gærmorgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar