Seyðisfjörður í nýju ljósi um helgina

Ljósahátíðin List í ljósi fer fram í sjöunda sinn á Seyðisfirði um næstu helgi en þar leggjast yfir 20 listamenn á eitt um að lýsa upp vetrarmyrkrið með verkum sínum.

Hugmyndin með ljósahátíðinni einmitt sú að lyfta myrkri og drunga úr sinni heimafólks og gesta þó aðeins tímabundið sé en hátíðin hefur hlotið mikið lof langt út fyrir landsteinanna gegnum tíðina.

Að þessu sinni taka nokkrir erlendir listamenn þátt en hörgull var á þeim í fyrra vegna samkomutakmarkana vegna Covid. Allir sýnir listafólkið verk sín utandyra og mörg þeirra með góða tengingu við fjörðinn og bæinn.

Hátíðin hefst á föstudag klukkan 18 og stendur til 22 það kvöldið og laugardagskvöldið sömuleiðis. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér. Veðurspáin lofar ágætu hæglætisveðri hátíðardagana þegar þetta er skrifað en einhverjar líkur á snjókomu á laugardeginum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar