Sigtað á rjúpuna á morgun
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. okt 2009 16:21 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Það stendur í 18 daga og er síðasti veiðidagur 6. desember. Veiða má frá föstudegi til sunnudags þennan tíma. Búist er við fjölda rjúpnaskytta til Austurlands á veiðar um helgina, því veðurspá er sýnu best á því svæði. Heimamenn eru líka að gera sig klára. Nú orðið er unnt að kaupa veiðileyfi á netinu kjósi menn slíkt. Þá eru veiðileiðsögumenn að fara með útlendinga á rjúpu á Austurlandi. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hvetur rjúpnaveiðimenn til að sýna aðgát.
Fréttatilkynning frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um öryggi rjúpnaveiðimanna. Í nóvember í fyrra voru björgunarsveitir félagsins kallaðar út 11 sinnum til leitar og aðstoðar við rjúpnaskyttur. Félagið vill því vekja athygli á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í veiðiferðina. Almennar umgengnireglur við skotvopn: · Geymið byssu og skot á læstum stöðum. · Ekki aka á veiðistað með byssuna hlaðna. · Hafið öryggið ávallt á þegar gengið er með byssu. Ferðareglur rjúpnaskyttunnar: · Fylgist með færð og veðurspá. · Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum. · Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um. · Hafið með góðan hlífðarfatnað. · Takið með sjúkragögn og neyðarfæði. · Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau. · Athugið að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað. · Ferðist ekki einbíla. · Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið, skóflu, kaðal og festið allan farangur. · Munið að akstur og áfengi fer ekki saman. · Ef ferðast er í bíl spennið beltin og notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða. · Látið vita reglulega af ykkur og skráið nafn og hvert ferðinni er heitið í bækur í fjallaskálum. · Ef ekki er hægt að komast lengra á bílnum bíðið í honum þar til hjálp berst, það er mun. auðveldara að finna bíl heldur en fólk á göngu og bíllinn veitir skjól. · Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur