Símon Grétar áfram í Idol-inu
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. jan 2023 11:31 • Uppfært 23. jan 2023 11:31
Vopnfirðingurinn Símon Grétar Björgvinsson varð síðasta föstudagskvöld meðal þeirra fimm keppenda sem tryggðu sig áfram í Idol stjörnuleit Stöðvar 2.
Þema þáttarins var ástin og söng Símon Grétar lagið Wicked Games með Chris Isaak. Flutningurinn tókst vel og var Símon Grétar aldrei nærri því að vera kosinn úr leik.
Það urðu hins vegar örlög tveggja annarra keppenda. Þar með eru aðeins fimm eftir. Haldið verður áfram að skera niður með símakosningu fram að úrslitaþættinum um miðjan febrúar.