Smáþjóðaleikar: Kvennalandsliðið í blaki verðlaunað fyrir prúðmennsku
Íslenska kvennalandsliðið í blaki fékk viðurkenningu fyrir framkomu sína á Smáþjóðaleikunum.Viðurkenningar fyrir prúðmannlega framkomu eru veittar bæði einstaklingum og liðum, en það var kvennalandsliðið í blaki sem fékk viðurkenninguna í liðaflokki fyrir framkomu sína og keppnisskap alla leikana. Liðið varð í þriðja sæti, vann Lúxemborg og Liechtenstein en tapaði fyrir San Marínó og Kýpur.
Þrír núverandi leikmenn Þróttar Neskaupstað eru í hópnum fyrir utan þjálfarann. Tveir aðrir leikmenn í sextán manna hópnum hafa leikið með Þrótti.