Smáþjóðaleikar: Kvennalandsliðið í blaki verðlaunað fyrir prúðmennsku

Íslenska kvennalandsliðið í blaki fékk viðurkenningu fyrir framkomu sína á Smáþjóðaleikunum.

ImageViðurkenningar fyrir prúðmannlega framkomu eru veittar bæði einstaklingum og liðum, en það var kvennalandsliðið í blaki sem fékk viðurkenninguna í liðaflokki fyrir framkomu sína og keppnisskap alla leikana. Liðið varð í þriðja sæti, vann Lúxemborg og Liechtenstein en tapaði fyrir San Marínó og Kýpur.

Þrír núverandi leikmenn Þróttar Neskaupstað eru í hópnum fyrir utan þjálfarann. Tveir aðrir leikmenn í sextán manna hópnum hafa leikið með Þrótti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar