Útvegsmenn sammála veiðihömlum á makríl
Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segist sammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi öll leyfi til makrílveiða. Skip félagsins hafa landað töluverðu af makríl í sumar.
Hoffellið hefur landað um 6.400 tonnum það sem af er sumri. Lítill hluti afla skipsins er úr norsk-íslenska síldin. Af þessum afla hafa um 900 tonn verið flokkuð frá til frystingar. Makríllinn er hausaður og slógdreginn áður en hann er frystur. Hinn hlut makrílsins er unninn í mjög og lýsi.
Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi lagt sig frekar eftir makrílnum en síldinni segist Gísli sammmála ákvörðun sjávarútvegsráðherra sem seinni partinn í gær felldi úr gildi öll leyfi til makrílveiða. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að gripið sé til þessara ráðstafana þar sem afar hratt hafi gengið á útgefna hámarksaflaviðmiðun í markíl, 112 þúsund lestir, seinustu daga.
„Ég er alveg sammála sjávarútvegsráðherra um að stöðva veiðarnar með þessum hætti, því það er búið að veiða það mikið af þeim 112 þúsund tonnum sem út voru gefin,“ sagði Gísli.
Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninn eru aðeins leyfðar fyrir norðan 66°N og má markílafli ekki vera meiri en 10% af heildarafla á hverju þriggja vikna tímabili en erfitt þykir að norsk-íslensku síldina án þess að makríllinn fáist sem meðafli. „Vonandi getur Loðnuvinnslan komist yfir meiri kvóta í norsk-íslenskri síld, svo að við getum haldið eitthvað lengur áfram veiðum á Hoffelli í sumar,“ segir Gísli.
Hitt skip Loðnuvinnslunnar er gert út á bolvisk sem unninn er í frystihúsi félagsins. Í sumar vinna um 160 manns hjá Loðnuvinnslunni, þar af fjöldi skólafólks. „Atvinnuleysi er því ekki til staðar á Fáskrúðsfirði.“
Í tíu fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi sagðist Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ og framkvæmdastjóri Gullbergs á Seyðisfirði, sammála ákvörðun ráðherrans.