Vélinni var flogið á rafmagnsvír

Rannsóknarnefnd flugslysa sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að nú sé unnið að rannsókn á flugslysinu sem varð í Vopnafirði síðdegis í gær. Tveir voru í vélinni og lést annar þeirra en hinn er lífshættulega slasaður. Niðurstöður vettvangsrannsóknar benda til að Cessna 180 vélinni hafi verið flogið á rafmagnsvír með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Vettvangsrannsókn lýkur væntanlega í dag og verður brak vélarinnar flutt suður í gámi um helgina til frekari rannsóknar.

cessna20180.jpg

 

 

Þrjú vitni urðu að slysinu og voru tvö þeirra í veiðihúsinu Hvammsgerði, en flugvélin brotlenti skammt þar frá. Þriðja vitnið sá slysið ofan af vegi stutt frá.

   

Fréttatilkynning:

Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur að rannsókn á flugslysi flugvélarinnar TF-GUN er brotlenti í framanverðum Selárdal í Vopnafirði á fimmta tímanum þann 2. júlí.  Flugvélin er af gerðinni Cessna 180 og er fjögurra sæta einkaflugvél.  Tveir menn voru um borð og sátu þeir í framsætum flugvélarinnar.

 

Flugvélinni hafði verið flogið frá Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ til Vopnafjarðar-flugvallar fyrr um daginn.  Flugáætlun flugvélarinnar var svo frá Vopnafirði klukkan 16:00 til Tungubakkaflugvallar í Mosfellsbæ.  Flugtak frá Vopnafjarðarflugvelli var skömmu fyrir klukkan 16:00.

 

Flugvélinni var flogið að Veiðihúsinu Hvammsgerði í Selá.  Vettvangsrannsókn bendir til þess að flugvélinni hafi verið flogið á rafmagnsstreng með þeim afleiðingum að hún brotlenti.   Slysið var tilkynnt til Neyðarlínu klukkan 15:58.  Í slysinu lést annar maðurinn og hinn er mikið slasaður og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

 

Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur að vettvangsrannsókn í Selárdal og mun flytja flak flugvélarinnar til Reykjavíkur til frekari rannsóknar.

 

Aðrar upplýsingar:

 

TF-GUN  er skráð til einkaflugs.  Flugvélin er fjögurra sæta (þrír farþegar).  Lofthæfiskírteini flugvélarinnar er  í í gildi til 1. maí 2010.    Ársskoðun flugvélarinnar var síðast framkvæmd  8. maí 2009.

---

Mynd: Vél sömu gerðar og fórst í Vopnafirði í gær.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.