12. desember 2016
Sýningin innblásin af lífshamingju og ást
„Þegar ég var að skapa verkin fyrir sýninguna fékk ég óvæntan innblástur. Ég kynntist stúlku í Reykjavík sem ég er orðinn ástfanginn af, en hún hefur verið mér innblástur og veitt mér mikla gleði undanfarna mánuði,“ segir listamaðurinn Odee, en listasýningin hans, Norse, verður formlega opnuð á Egilsstaðaflugvelli næstkomandi fimmtudag.