12. janúar 2017
Þurfti mikla leit til að finna handritið að Skrúðsbóndanum
Berta Dröfn Ómarsdóttir frá Fáskrúðsfirði lauk nýverið meistaranámi í ljóða- og kirkjusöng frá Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Hún er ánægð með dvölina á Ítalíu og hlakkar til að takast á við næstu verkefni og skoðar meðal annars handritið að Skrúðsbóndanum, fyrsta íslenska söngleiknum.