
Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir í kvöld, föstudaginn 21. október, leikritið Finnski hesturinn eftir Sirkku Peltola. Verkið er gamanleikrit þar sem ísköld kaldhæðnin drýpur af hverju strái. Með leikstjórn fer Ásgeir Sigurvaldason. Leikfélagið fagnar 45 ára afmæli sínu í ár og er því sýningin sannkölluð afmælishátið.