Allar fréttir

Tryggvi Þór sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í NA-kjördæmi

Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Tryggvi Þór er 46 gamall, fæddur og uppalinn í Neskaupstað. Hann starfar nú sem prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann var um skeið efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og forstjóri fjárfestingabankans Askar Capital. Í 11 ár veitti hann Hagfræðistofun Háskóla Íslands forstöðu. Þá hefur Tryggvi Þór hefur verið ráðgjafi í efnahagsmálum fyrir stjórnvöld í ýmsum löndum og hjá fyrirtækjum, stofnunum og alþjóðasamtökum, m.a hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tryggvi Þór er með doktorspróf í Hagfræði frá Háskólanum í Árósum.

tryggvi_r_herbertss_vefur.jpg

 

Lesa meira

Erna keppir með skíðalandsliði fatlaðra í USA

Erna Friðriksdóttir frá Egilsstöðum er nú við æfingar og keppni í Winter Park í Colorado en hún kom fyrst á námskeið IF og VMÍ árið 2000. Hún fékk mikinn áhuga á skíðum, fékk stuðning til að kaupa skíðasleða og faðir hennar lærði á skíði til að geta fylgt henni eftir.  Erna hefur nú náð þeim árangri að hún æfir og keppir með landsliði USA í Winter Park en samstarf ÍF, VMÍ og NSCD í Winter Park felst m.a. í að aðstoða  fatlað íslenskt skíðafólk sem vill æfa erlendis.

erna_fririksdttir2vefur.jpg

María á fullri ferð í Hlíðafjalli

Námskeið Íþróttasambands Fatlaðra  og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands í samstarfi við NSCD í Winter Park Colorado, USA, fór fram í Hlíðarfjalli dagana 13. - 15. febrúar. Meðal þátttakenda var María Sverrisdóttir frá Egilsstöðum og naut hún aðstoð föður síns við að stýra skíðasleða sem sérhannaður er fyrir hreyfihamlaða.

mara_sverrisdttir__vefur.jpg

Lesa meira

Starfsmenn Grunnskóla Eskifjarðar styðja yfirlækni

Ályktun starfsfólks Grunnskólans á Eskifirði samþykkt á fundi 18. febrúar.

Starfsfólk Grunnskólans á Eskifirði lýsir stuðningi við Hannes Sigmarsson yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og harmar þá stöðu sem komin er upp í samskiptum hans við yfirstjórn HSA.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar