Allar fréttir

Valgerður dregur sig í hlé frá stjórnmálum

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, lýsti því yfir á kjördæmisþingi Framsóknar í Norðausturkjördæmi, sem haldið var í Mývatnssveit um helgina, að húngæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. Hyggst hún þar með hverfa af vettvangi stjórnmálanna.

valgerur.jpg

 

Lesa meira

Fljótsdalshérað sigraði Akureyringa í Útsvari

Lið Fljótsdalshéraðs hafði betur í Útsvari Sjónvarps í kvöld og er því komið í fjögurra liða úrslit. Þau Þorsteinn Bergsson, Stefán Bogi Sveinsson og Margrét Urður Snædal öttu kappi við lið Akureyringa og unnu með 86 gegn 83 stigum norðanmanna. Oft var mjótt á munum og sló úr og í með gengi Fljótsdalshéraðs í spurningakeppninni. Þau lönduðu þó sigri á lokasprettingum. Auk þess að vera komin í fjögurra liða úrslitin eru Héraðsbúarnir stigahæstir og einnig næst stigahæstir keppenda á vetrinum.

tsvar_1.jpg

Leiðsögunámskeið í ríki Vatnajökuls

Leiðsögunámskeið í ríki Vatnajökuls hefst í dag og spannar fjórar næstu helgar. Svæðið sem verður tekið fyrir er Hornafjörður og Djúpivogur. Námskeiðið er á vegum Ríkis Vatnajökuls og Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu.

pe0042403.jpg

Lesa meira

Tillaga um að kona og karl skipi 1. og 2. sæti í NA felld

Tillaga um að tvö efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi yrðu skipuð konu og karli var felld á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar um helgina.

Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson skipa nú 1. og 2. sætið. Sigmundur Ernir Rúnarsson sækist eftir öðru sæti í kjördæminu. Þeir greiddu allir atkvæði gegn tillögunni. Konur yfirgáfu fundinn um stund en mættu aftur síðar þegar fram var komin tillaga um að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á listanum. Hún var samþykkt, sem og  tillaga um opið prófkjör.

logo.gif

Mál yfirlæknis til rannsóknar hjá lögreglu

Mál Hannesar Sigmarssonar, yfirlæknis við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Læknirinn var kærður til lögreglu í gær og hann leystur tímabundið frá starfsskyldum sínum við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA.

487568b.jpg

Lesa meira

Lýsa stuðningi við Hannes

Austurglugganum hefur borist svofelld yfirlýsing:

,,Við starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hulduhlíðar á Eskifirði lýsum yfir eindregnum stuðningi  við Hannes Sigmarsson, yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og undrumst þá aðför sem að honum er gerð vegna hollustu hans við sjúklinga í Fjarðabyggð."

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.