Höttur mætir Keflavík í körfunni
Höttur mætir Keflavík um miðjan desember skv. drætti í Subwaybikarnum í gær.
Höttur mætir Keflavík um miðjan desember skv. drætti í Subwaybikarnum í gær.
Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð býður Austfirðingum á glæsilega tónleika um næstu helgi. Marka þeir upphaf aðventunnar og ættu að koma fólki í rétta skapið fyrir aðdraganda jóla. Kór Fjarðabyggðar heldur þá sína árlegu aðventutónleika og hefjast þeir í menningarmiðstöðinni á Eskifirði kl. 16.
Viðar Jónsson og Vilberg Marinó Jónasson hafa skrifað undir tveggja ára samning um þjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni. Drengirnir eru ekki ókunnugir félaginu því Vilberg þjálfaði m.fl.kk. árin 2005-2007 og Viðar m.fl.kvk sama tíma. Einnig hafa þeir þjálfað yngriflokka félagsins um nokkurra ára skeið.
Í dag skrifaði Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) undir samninga við þjálfarana Heimi Þorsteinsson og Pál Guðlaugsson. Markmið þeirra er að halda liðinu í 1. deild. Ekkert liggur ljóst fyrir um breytingar á liðinu.
Samkvæmt heimildum Austurgluggans verða Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson kynntir sem nýir þjálfarar Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar í dag. Nýr þjálfari og samningar við leikmenn eru efni blaðamannafundar sem félagið hefur boðað til síðdegis.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.