Frá velsæld til vesældar
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifar um efnahagsleg áhrif stórframkvæmdanna á Austurlandi:
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifar um efnahagsleg áhrif stórframkvæmdanna á Austurlandi:
Á fimmtudag verður efnt til ráðstefnunnar Æskan á óvissutímum. Að henni stendur Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, UÍA og er ætlunin að fjalla um íþrótta- og ungmennastarf á tímum þjóðfélagskreppu. Margt er góðra framsögumanna og rýnt verður í hvernig samfélagið getur stutt sem best við börn og unglinga. Að ráðstefnunni koma, auk UÍA, UMFÍ, Æskulýðsráð, Bandalag íslenskra skáta, KFUM og KFUK, menntamálaráðuneyti og Fljótsdalshérað. Allir eru velkomnir.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, afhenti hinn 24. nóvember síðastliðinn styrki til atvinnumála kvenna við athöfn sem fór fram í Þjóðmenningarhúsinu. Fimmtíu milljónir króna voru til úthlutunar að þessu sinni og voru veittir 56 styrkir að þessu sinni. Umsóknir sem bárust voru 246 talsins hvaðanæva af landinu. Fimm austfirskar konur hlutu styrk.
Fyrsti fundur í samninganefnd AFLs við launanefnd sveitarfélaga var haldinn s.l þriðjudag en eins og kunnugt er þá fer AFL með samningsumboð í viðræðunum við sveitarfélögin á félagssvæðinu. Fundað var aftur í gær og segir Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs að nokkuð hafi þokast.
Þegar Austurglugginn var á ferðinni á Eskifirði í kvöld var kyrrlátt yfir smábátahöfninni. Þrír fiskimenn sprokuðu saman á bryggjunni eftir að hafa hugað að bátum sínum. Einhverjir ætluðu til veiða í nótt sögðu þeir, en annars væri tíðindalítið af sjósókninni.
Árleg bókavaka Safnahússins á Egilsstöðum verður næstkomandi fimmtudagskvöld og hefst kl. 20. Fimm Austfirðingar lesa þar úr ritum sínum, nýútgefnum.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.