Allar fréttir
Austfirsk sveitarfélög stilla saman strengi í kreppunni
Næstkomandi miðvikudag milli kl. 10 og 11 munu allir forvígismenn sveitarfélaganna á Austurlandi eiga sameiginlegan símafund, þar sem ræða á málin á grundvelli fjármálaholskeflunnar undanfarið.
Fyrstu sigrarnir
Höttur vann lið Hrunamanna í 1. deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í dag. Blaklið Þróttar spilaði tvo leiki við Fylki í Neskaupstað um helgina.
Byggingaframkvæmdum frestað
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur ákveðið að fresta framkvæmdum við nýjan leikskóla á Eyrinni í Neskaupstað og 3. áfanga Skólamiðstöðvarinnar á Fáskrúðsfirði. Ástæðuna má rekja til skorts á lánsfé og segja bæjaryfirvöld ekki annan kost í stöðunni.Nagladekk framundan
Rétt er að minna ökumenn á Austurlandi á að nú er runnin upp tími nagladekkja. Flestir þeir sem reglulega keyra um fjallvegi eru reyndar þegar komnir á slík dekk. Hált var á fjallvegum á Austurlandi í dag, og virðist ljóst að vetur konungur er í það minnsta ekkert að yfirgefa okkur í bráð.
Hornfirðingur afhendir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í næstu viku
Soffia Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur mun afhenda bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Helsinki þriðjudaginn 28. október n.k. Soffía Auður hefur búið á Höfn í rúm tvö ár. Auk fræðistarfa kennir hún bókmenntir við Háskóla Íslands og hefur starfað fyrir Háskólasetrið á Hornafirði.
Tvö innbrot á Reyðarfirði
Í nótt var brotist inn á tveimur stöðum á Reyðarfirði. Í söluskála Shell var einhverju stolið en því meira skemmt, svo sem sjóð- og lottóvélar, myndavélakerfi og rúður voru brotnar. Þá var brotist inn á Fosshótel skammt frá og sjóðvél eyðilögð. Hugsanlegt er talið að sömu aðilar hafi verið á ferð í báðum tilfellum. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins.