Allar fréttir

AFL afhendir ekki samningsumboð félaga innan sinna vébanda

afl_starfsgreinaflag_2.jpgAFL starfsgreinafélag ætlar ekki að afhenda Starfsgreinafélagi Íslands samningsumboð félaga sinna vegna kjarasamninga launanefndar sveitarfélaga, eins og venja hefur verið. AFL er nú þriðja fjölmennasta verkalýðsfélag landsins.

Lesa meira

Dagskrá helguð merkum Eskfirðingi

Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð heiðrar minningu eins ástsælasta og virtasta píanóleikara Íslendinga, Eskfirðingsins Rögnvaldar Sigurjónssonar, með því að efna til dagskrár í tali og tónum. Rögnvaldur hefði orðið níræður á morgun. Tónleikarnir verða á sunnudaginn 19. október og hefjast kl:16.00. Aðgangur er ókeypis.

Tónleikarnir verða haldnir í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskirði, en Rögnvaldur fæddist á Eskifirði og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. ... rggi1.jpg

Lesa meira

Stuðningur í kreppunni

Stefnt er að því að upplýsingabæklingur, um ýmis atriði sem tengjast efnahagsþrengingum íslensku þjóðarinnar, frá AFLi starfsgreinafélagi fari í dreifingu inn á öll heimili í fyrramálið. Félagsþjónustur sveitarfélaganna og félagsmálaráðuneytið styðja einnig við fólk sem á erfitt vegna kreppunnar.

 

Lesa meira

Tíu prósenta aflasamdráttur í september

Afli í austfirskum löndunarhöfnum minnkaði um tíu prósent í september samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls var landað 15.419 tonnum á Austfjörðum, samanborið við 17.222 tonn í fyrra samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

 

Lesa meira

Líf í tuskunum á Gjaldeyri við Ystunöf

Leikfélag Fljótsdalshérað frumsýnir n.k. laugardag gamanleikinn Góðverkin kalla. Leikritið gerist í þorpinu Gjaldeyri við Ystunöf og hverfist um hundrað ára afmæli sjúkrahússins á staðnum. Þorpsbúar efna til kappsfullrar söfnunar til að heiðra stofnunina á tímamótunum og sjást menn þar einatt ekki fyrir. ...

 

Lesa meira

Olíubíll valt, tvö þúsund lítrar láku af

Olíubíll valt í Eskifirði skömmu eftir hádegi í dag. Tildrög slyssins eru óljós, en starfsmenn á vettvangi töldu líklegt vera að bílstjóri bifreiðarinnar hafi blindast af sólarljósi þegar hann keyrði upp Hólmaháls. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.