Allar fréttir

Fjölbreyttir námsmöguleikar

Framhaldsskólarnir á Austurlandi eru stöðugt að efla tengslin sín á milli og bjóða nú til dæmis upp á fjölbreytta möguleika í símenntun fyrir fullorðna.

Lesa meira

Grisjast um mannskap í Hraunaveitu

Það fækkar á framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar við Hraunaveitu í dag. Þá fara fimmtíu pólskir starfsmenn heim og koma ekki aftur. Síðustu erlendu starfsmennirnir við framkvæmdirnar fara um leið og vinna leggst af á svæðinu vegna vetrarríkis. Það verður líklega um miðjan nóvember. 

 

 

 

 

karahnjukar.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Austfirskir listamenn sýna í Ráðhúsi Reykjavíkur

Þrír austfirskir listamenn sýna verk sín í Ráðhúsi Reykjavíkur um næstu helgi. Eru það Ágústa Margrét Árnadóttir, Hólmfríður Ófeigsdóttir og Lára Vilbergsdóttir. Taka þær þátt í stórri sýningu á handverki, listiðnaði og hönnun, á vegum Handverks og hönnunar. Fimmtíu og fjórir einstaklingar voru valdir til að sýna verk sín, en umsóknir voru fjölmargar.

 

 

lra_vilbergsdttir.jpg

 

 

 

 

 

Lára Vilbergsdóttir er ein þriggja austfirskra listamanna með verk á sýningu Handverks og hönnunar í Reykjavík um helgina.

Lesa meira

ARKÍS hyggst loka starfsstöð á Egilsstöðum

ARKÍS hefur sagt starfsmönnum sínum á Egilsstöðum upp og verður starfsstöð fyrirtækisins þar lokað 1. febrúar að öllu óbreyttu. Þrír starfsmenn voru hjá fyrirtækinu á Egilsstöðum til skamms tíma, en eru nú tveir. Einar Ólafsson, byggingafræðingur, sem starfað hefur hjá ARKÍS segir stöðuna mjög erfiða hjá arkitektum og byggingafræðingum um land allt.

Lesa meira

Vegagerðin undirbýr útboð

Í nýjum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir nokkrum verkum á Austurlandi í útboð á næstunni. Verktakafyrirtæki, sem boðið hafa í vegaframkvæmdir á Austurlandi, óttast þó að verkum sem ekki eru þegar farin í útboð verði jafnvel frestað.

vegagerdin.jpg

 

 

Lesa meira

Leggjast saman á árar í kreppunni

Fulltrúar AFLs, VR, Fljótsdalshéraðs, Fjarðabyggðar, Vinnumálastofnunar Austurlandi, Þekkingarnets Austurlands og Starfsendurhæfingar Austurlands, hittust í vikunni og hófu að stilla saman strengi í þeim erfiðleikum sem búast má við á vinnumarkaði á Mið-Austurlandi. 62 eru skráðir atvinnulausir á Austurlandi.

Lesa meira

Myllan ehf. í aðhaldsaðgerðum

Myllan ehf. á Egilsstöðum mun segja upp tíu til fimmtán starfsmönnum fram að áramótum. Verkefnastaða Myllunnar er að sögn forstjórans erfið og stefnt að því að fækka starfsmönnum niður í um 30. Flestir voru þeir 75 í sumar, þar af fjórir verktakar. Verktakar á Austurlandi kvíða því að Vegagerðin hyggist draga í land með útboð stærri verkefna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.