Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað stæðu upp úr ef öll
sveitarfélög á Austurlandi yrðu sameinuð í eitt. Líklegast er að
miðstöð stjórnsýslunnar yrði skipt milli þeirra eða sett í það stærra,
Fjarðabyggð. Þetta kom fram í máli Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors
við Háskólann á Akureyri, sem hélt fyrirlestur á þingi Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi um mögulegt eitt stórt sameinað
sveitarfélag á Austurlandi.
Lögð hafa verið fram drög að samningi við Skotveiðifélag Austurlands vegna afnota af landi og uppbyggingar skotsvæðis í landi Þuríðarstaða á Eyvindarárdal. Fulltrúar Á-listans hafa lagst gegn hugmyndinni.
Austurglugginn vill koma á framfæri leiðréttingu á frétt sem birtist í blaðinu í dag. Fréttin fjallar um húsleit lögreglunnar sem gerð var á Egilsstöðum í síðustu viku. Í fyrirsögn fréttarinnar segir: „Fíkniefni finnast hjá eiganda Thai Thai”. Það er ekki rétt fyrirsögn, því í húsleit lögreglunnar fundust aðeins kanabisfræ og fíkniefnaáhald. Áhaldið er að sögn þess sem húsleitin var gerð hjá ýmist notað til að drýgja kanabisefni eða til tegerðar. Fíkniefnaleitin var gerð í íbúðarhúsnæði, þar sem fræin og tólið fannst, og tveimur bifreiðum samkvæmt dómsúrskurði. Lögreglan fékk heimild til leitar á veitingastaðnum með leyfi rekstraraðila staðarins.
Þess vegna er frétt Austurgluggans röng og er eigandi veitingastaðarins Thai Thai beðinn afsökunar á þessum mistökum.
Rekstraraðilar staðarins hafa gert athugasemdir við myndbirtingu Austurgluggans af veitingastaðnum.
Gísli M. Auðbergsson, lögfræðingur á Eskifirði, hefur áhyggjur af
réttindum sakborninga í nýjum sakamálalögum. Hann segir að í þeim sé
höggvið nærri trúnaðarsambandi sakbornings og verjanda.
AFL starfsgreinafélag hlaut nýverið Símenntarverðlaun Þekkingarnets Asutrulands árið 2008 fyrir markvissa endurmenntunarstefnu félagsmanna sinna. Félagið hefur boðið upp á fjölda námskeiða fyrir félagsmanna og hvatt þá til að afla sér frekari menntunar.