Mikið magn af eiturlyfjum var gert upptækt úr Norrænu í síðustu viku. Svo mikið magn að ekki mörgum hefði komið það til hugar. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að fundur fíkniefnanna ber vott um góðan árangur tollgæslunnar á Seyðisfirði.
Í miðbænum
Framtíðarstaðsetning fyrir tjaldstæði á Egilsstöðum var til umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á dögunum. Bæjarstjórn sveitarfélagsins telur sig hafa framtíðarskipulag fyrir miðbæinn og skýra heildarmynd. Jafnframt virðist vera nánast samróma áliti atvinnumálanefndar sveitarfélagsins og bæjarstjórnar að tjaldstæði þurfi að vera í hálsmáli nýja miðbæjarins á Egilsstöðum.
Hið íslenska kerfi
Ísland hefur breyst mikið á nokkrum áratugum. Sérfræðiþekking hefur aukist með meiri og betri menntun og útskrifaður hefur verið mikill fjöldi vel menntaðs fólks. Stór hluti menntafólksins eru hvers kyns sérfræðingar á sviði verkfræði, raunvísinda, læknavísinda og lögfræði.
Að traðka á réttindum
Ríkisfyrirtæki í almannaeigu hafa byggt stóra virkjun og raflínur á Austurlandi. Þetta eru stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar. Samfara framkvæmdunum hefur jarðrask verið umtalsvert og tilfæringar á vatnsfarvegum gífurlegar. Sjónmengun og jarðrask hefur orðið á þeim jörðum sem raflínur ríkisfyrirtækjanna liggja í gegnum.