Allar fréttir

30 Pistill fluttur í Hljóðnemanum

Pistill fluttur í Hljóðnemanum    júní   2002
Flytjandi   Guðrún Katrín Árnad.


Ágætu Austfirðingar mig langar til að deila með  ykkur  draumi mínum um Austurland framtíðarinnar.

 Ég sé fyrir mér ósköp venjulega fjölskyldu hjón með tvö börn búsetta á Seyðisfirði.  Maðurinn vinnur  í álverinu á Reyðarfirði , konan vinnur á Eskifirði, börnin eru í framhaldsskóla. Annað þeirra stundar nám  á Egilsstöðum , hitt  á Neskaupstað.
Á hverjum morgni fer  fjölskyldan til vinnu eins og aðrar fjölskyldur. Maðurinn tekur vinnubílinn frá Álverinu, stúlkan fer með skólabílnum til Egilsstaðar,konan ekur á fjölskyldubílnum til Eskifjarðar.
Venjulega tekur sonurinn skólabílinn til Neskaupstaðar , en í dag ákvað húsmóðirin að keyra hann í skólann um leið og hún færi í vinnu.

 

Lesa meira

34 Veggöng á Austurlandi til eflingar byggðar.

Stóri nafarinn er kominn.

Morgunblaðið birti 14. maí 1985 grein þar sem Sigurður Gunnarsson, þá sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði, fjallaði um veggöng milli Fáskrúðfjarðar og Reyðarfjarðar undir yfirskriftinni “Hlauptu heim og sæktu stóra nafar föður þíns”.  Nú 18 árum síðar hefur Sigurði og öðrum austfirðingum orðið að ósk sinni, verið er að gera veggöng milli fjarðanna með hinum hefðbundna “stóra nafar” þ.e. borun og sprengingum.   En nú er fyrst hinn eiginlegi “stóri nafar” kominn, jarðgangabor Impregilo, einn af þremur til að bora aðkomu- og aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar.

Lesa meira

36 Brýnasta hagsmunamál Austfirðinga.

Það er ljóst , að þær framkvæmdir við virkjanir og álver í Reyðarfirði sem ýmist eru hafnar eða í undirbúningi , kalla á aukna uppbyggingu á ýmsum sviðum. Má þar nefna skólamál , félagsmál , heilbrigðismál og reyndar líka ferðamál.

 

Lesa meira

38 Heilborun

Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi telur heilborun með risabor úr Kárahnjúkum raunhæfan kost til að vinna þau göng
sem vantar í fjórðungnum
Að fara yfir fjall eða undir

Lesa meira

35 Jarðgöng á Mið – Austurlandi.

Fyrir rúmlega 20 árum var mikil umræða meðal sveitastjórnarmanna á Austurlandi um að gera jarðgöng með það að markmiði  að rjúfa vetrareinangrun.  Upphafsmenn þessarar umræðu  voru  Jónas Hallgrímsson þá bæjarstjóri á Seyðisfirði og Logi Kristjánsson þá bæjarstóri á Neskaupsstað. Margar hugmyndir voru inn í myndinni, en eftir umfjöllun í jarðganganefnd var talið raunhæfast að gera T-göng  frá Seyðisfirði til Neskaupsstaðar gegnum Mjóafjörð og frá Mjóafirði upp í Eyvindardal og tengjast þannig Héraði.

 

 

Lesa meira

31 JARÐGÖNG Á MIÐ - AUSTURLANDI

 Það vakti athygli þegar hópur áhugafólks um jarðgangagerð hittist í Mjóafirði í lok júnímánaðar. Á þessum fundi má segja að endurvakin hafi verið umræða, sem að mestu hafði legið niðri í tvo áratugi, um gerð jarðganga á Mið – Austurlandi, þ.e. frá Eskifirði til Seyðisfjarðar með viðkomu í Norðfirði og Mjóafirði og frá fjörðunum til Héraðs.

Lesa meira

33 Tímarnir breytast og tæknin með

Atburðarásin er hröð og stórviðburðir tíðir á Austurlandi þessa dagana. Vörn er snúið í leiftrandi sókn og í mótun er öflugt samfélag á Mið-Austurlandi á nýjum grunni. Ákafi og bjartsýni eru ríkjandi.
Fáskrúðsfjarðargöngin eru tímanna tákn. Strax ári áður en göngin opnast hefur íbúðaverð á Fáskrúðsfirði tvöfaldast, íbúar eru aftur í hverju húsi, nýbyggingar eru hafnar og sameining er á döfinni gegnum göngin. Tengingin skiptir Suðurfirðinga sköpum og eflir verulega kjarnann um Mið-Austurland. Það ber hreinlega ekki skugga á.

Jarðgangaátak er hafið.
Ég tel að þorri þjóðarinnar geri sér nú nokkra grein fyrir þeirri umbyltingu sem göngin valda á lífsskilyrðum á Suðurfjörðum og að flestir sjái mikilvægi þess að rjúfa einangrun byggða og stækka þjónustusvæði. Ég er því þeirrar skoðunar að kominn sé þjóðarvilji fyrir því að bora jarðgöng viðstöðulaust þar til öll jarðgöng sem gjörbreyta lífskilyrðum heimamanna eru komin. Að Suðurlandi frátöldu eru það sennilega samtals um 120 km, 40 km bæði á Vestfjörðum og Austurlandi og um 20 km fyrir Norðan.
Nú eru boraðir 2,5 km á ári og áformað að halda þeim afköstum við næsta verkefni, Héðinsfjarðargöng, - tvenn göng samtals 10,6 km, sem tengja munu Siglufjörð og Ólafsfjörð um Héðinsfjörð árið 2010. Þá væri hægt að hefja framkvæmdir fyrir Austan, ef Vestfirðingar verða ekki næstir í röðinni. Með þessu áframhaldi mun brýnustu verkefnum í jarðgangagerð verða fullnægt innan 50 ára.
Öllum má ljóst vera að bráðavandi leysist ekki á 50 árum.

Norðurfjarðagöng.
Næsta jarðgangaverkefni á Austurlandi er tvímælalaust jarðgöng frá Seyðisfirði um Mjóafjörð og Norðfjörð til Eskifjarðar, þrenn göng samtals rúmir 19 km. Göngin myndu tengja saman byggðirnar norðan Reiðarfjarðar og skapa þar nýja samskiptaeiningu. Þau myndu tryggja Seyðisfjörð sem ferju- og útflutningshöfn, sameina þá fiskmörkuðum og vinnumörkuðum annarra sjávarþorpa á miðsvæðinu og stytta leiðina inn í miðkjarnann um 50 – 80 km. Mjófirðingar væru í raun að fá sína fyrstu vegtengingu. Mikil gróska er nú í mannlífi í Mjóafirði og þar mun innan 5 ára vera 50 – 70 manna byggð í blóma. Þeir hafa engan vetrarveg upp úr firðinum og óravegur er til byggðanna við næstu firði. Með jarðgöngum til norðurs og suðurs væri Mjóifjörður skyndilega í þjóðbraut. Öll þjónusta væri innan seilingar og gríðarlegt fiskeldi í firðinum fengi tengingu við sláturhúsið og vinnsluaðstöðuna í Neskaupstað og útflutningshöfnina á Seyðisfirði. Með tengingu Norðfjarðar við Eskifjörð þá væri Fjarðabyggð orðin  ein heild og Neskaupstaður, stærsti kjarni sveitarfélagsins og aðsetur sjúkrahúss og framhaldsskóla, væri kominn í öruggt nærsamband við bæði mið- og norðursvæðið. Fjarlægðin frá Neskaupstað til Egilsstaða myndi auk þess styttast um tæpa 30 km. Enginn á öllu Mið-Austurlandi væri ósnortinn og ávinningurinn væri undraverður.
Virk samskipti byggðanna norður af Reyðarfirði hafa aldrei verið raunhæfur möguleiki og heiti á fyrirbærinu er því líklega ekki til. Jarðgöngin munu hins vegar setja hugtakið á hvers manns varir. Þá held ég að talað verði um Norðurfirði alveg eins og talað er um Suðurfirði sunnan Reyðarfjarðar. Ég býst því við að göngin verði nefnd Norðurfjarðagöng.

Ný tækni gjörbreytir forsendum.
Ef heldur sem horfir þá verða Héðinsfjarðargöngin tilbúin árið 2010 og Norðurfjarðagöngin í besta falli 8 árum síðar, árið 2018 – þ.e. eftir 14 ár. Áætlaður kostnaður við Héðinsfjarðargöng er um 6,8 milljarðar kr. Á sömu forsendum yrði kostnaður við Norðurfjarðagöng rúmir 11 milljarðar kr. Þetta eru ekki uppörvandi tölur.
Það er því huggun harmi gegn að hægt er að auka afköst og lækka kostnað við jarðgangagerð verulega með því að heilbora í stað þess að sprengja þau út eins og nú er gert. Að athuguðu máli tel ég öruggt að með beitingu heilbors, –TBM-, megi lækka kostnaðarverð við jarðgangagerð strax um þriðjung og um helming þegar fram í sækir. Eðlilegur verkhraði við heilborun er um 10 kílómetrar á ári eða fjórfaldur miðað við það sem nú er. Þannig væri hægt að ljúka Héðinsfjarðargöngum á rúmu ári og Norðurfjarðagöngunum tveimur til þremur árum síðar. Árið 2010 væri þá komið að ca. 20 km göngum á Vestfjörðum. Það tæki 2 – 3 ár og allur 100 km bráðapakkinn væri líklega búinn árið 2018.
Séu athuganir mínar réttar þá munu Héðinsfjarðargöng kosta um 4,6 milljarða kr. eða 2,2 milljörðum minna en áætlað er. Ef útboð Norðurfjarðaganga væri sameinað útboðinu fyrir norðan má áætla að kostnaður við Norðurfjarðagöng, þrenn göng  samtals rúmir 19 km, verði um 6,2 milljarðar og heildarkostnaður við öll 5 göngin þar með tæpir 11 milljarðar. Það þýðir að einungis þarf að bæta við 4 milljörðum, sem dreyfa má á 3 - 4 ár, til að fjármagna gerð Norðurfjarðaganga í beinu framhaldi af Héðinsfjarðargöngunum þannig að báðum verkum væri lokið árið 2010.
Það var þjóðhagslegt kappsmál árið 2002 að gera Fáskrúðsfjarðargöng. Eru það þá ekki undur að göng fáist frá Seyðisfirði til Eskifjarðar innan 5 ára með því að taka upp nýja tækni og auka framlög til gangagerðar um aðeins einn milljarð á ári í 4 ár. Á nýjum verðum og meiri verkhraða gjörbreytast líka niðurstöður arðsemismódela Vegagerðarinnar. Fjölmörg jarðgöng verða þar með orðin arðvænleg og önnur meira að segja hinn vænlegasti fjárfestingarkostur. Stytting verktíma við Héðinsfjarðargöng um 3 ár myndi t.d. lækka vaxtakostnað á verktíma um ca. 600 milljónir.
Það væri óðs manns æði að láta slíkt tækifæri fram hjá sér fara.
 
Sig G júlí 2004. Höfundur er fyrrv. sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði.
 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.