Allar fréttir

Uppselt á Bræðsluna

Seinustu miðarnir á Bræðslutónleikna á Borgarfirði eystri í júlí seldust um helgina.

 

Lesa meira

Afmælishátíð Súlunnar

Ungmennafélagið Súlan á 80 ára afmæli í ár. Af því tilefni verður mikið um dýrðir á Stöðvarfirði nú um helgina.

 

Lesa meira

Leiðari Austurgluggans 24. tbl. 20. júní 2008

Mikið magn af eiturlyfjum var gert upptækt úr Norrænu í síðustu viku. Svo mikið magn að ekki mörgum hefði komið það til hugar. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að fundur fíkniefnanna ber vott um góðan árangur tollgæslunnar á Seyðisfirði.

 

Lesa meira

Átti að bjóða út strax

Lögfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi gert mistök með að fara í samstarf við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um byggingu nýs grunnskóla á Egilsstöðum. Samtökin hafa sent fjármálaráðuneytinu erindi vegna málsins.

 

Lesa meira

Risaframkvæmd bæjarins án útboðs

Í Austurglugganum í dag er fjallað um viðbyggingu Grunnskólans á Egilsstöðum. Sagt er frá því að áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar er eitt þúsund og sex hundruð milljónir.

Lesa meira

Sveitarfélagið á að örva atvinnustarfsemi

Forsvarsmenn sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs segja mikilvægt að örva atvinnustarfsemi í heimabyggð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu sem sveitarfélagið gaf út í dag vegna umfjöllunar fjölmiðla um byggingu grunnskóla á Egilsstöðum.

 

Lesa meira

VAX með nýtt lag og myndband

Hljómsveitin VAX hefur gefið út lagið Coo Coo og nýtt myndband. Bandið er skipað þeim bræðrum Halldóri og Vilhjálmi Warén frá Egilsstöðum, og trommuleikaranum Badda. "Hann er ekki frá Egilsstöðum." segir Villhjálmur í léttum tón. Hann er jafnframt söngvari og gítarleikari VAX. Halldór leikur á orgel og bassa.

Lagið er komið í spilun á nokkrum útvarpsstöðum, og myndbandið hefur einnig fengið talsverða spilun undanfarna daga. Ekki er annað að heyra en að þarna sé ferðinni einn af líklegum sumarslögurum í ár.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.