Allar fréttir

Vopnfirðingar minnast Violetu í kvöld

Boðað hefur verið minningarathafnar á Vopnafirði í kvöld í tilefni þess að ár er síðan moldóvska knattspyrnukonan Violeta Mitul lést af slysförum. Í Fjarðabyggð eru áfallamiðstöðvar áfram opnar vegna atburða sem urðu þar í ágúst.

Lesa meira

Hvalir á ferð í Berufirði

Vegfarendur á leið um Berufjörð hafa í dag getað fylgst með hvölum á ferð um fjörðinn, trúlega á eftir æti. Þeir bætast við þann fjölda hvala sem sést hafa á Austfjörðum í sumar.

Lesa meira

Komu upp tveimur díselvélum í miðbæ Vopnafjarðar til að knýja bræðsluna

Sjávarútvegsfyrirtækið Brim keypti tvær díslelrafstöðvar í vetur og setti upp í miðbæ Vopnafjarðar til að knýja fiskimjölsverksmiðjuna á meðan skerðingar stóðu yfir á raforku í vetur. Forstjóri fyrirtækisins segir að stjórnvöld verði að huga að því að styðja við vegferð fyrirtækja í raforkumálum.

Lesa meira

Hreint ágæt berjaspretta þrátt fyrir rysjótta tíð í sumar

Nóg er af aðalbláberjum, bláberjum og krækiberjum víða á Austurlandi þrátt fyrir heldur rysjótta sumartíð og hreint og beint vetrarhret í byrjun júní. Berin ekki ýkja stór en því bragðbetri að sögn „sérfræðings.“

Lesa meira

Pálína Waage hafði kjark til að ögra karlaveldinu

Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur á Seyðisfirði, er að leggja lokahönd á bók um Pálínu Waage, athafnakonu á Seyðisfirði. Saga Pálínu sem viðskiptakonu er um margt athygliverð á tímum þar sem takmarkaðar heimildir eru þátttöku kvenna í atvinnu-og viðskiptalífi.

Lesa meira

Töluverð uppstokkun skólastjórnenda í grunnskólum

Einir þrír nýir skólastjórar tóku við stjórnartaumum í grunnskólum Austurlands þetta skólaár í viðbót við einn nýjan aðstoðarskólastjóra. Ágætlega tókst að manna kennarastöður skólanna nú en sem fyrr er töluvert af ófagmenntuðu fólki.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar