Allar fréttir
Hvalir á ferð í Berufirði
Vegfarendur á leið um Berufjörð hafa í dag getað fylgst með hvölum á ferð um fjörðinn, trúlega á eftir æti. Þeir bætast við þann fjölda hvala sem sést hafa á Austfjörðum í sumar.Komu upp tveimur díselvélum í miðbæ Vopnafjarðar til að knýja bræðsluna
Sjávarútvegsfyrirtækið Brim keypti tvær díslelrafstöðvar í vetur og setti upp í miðbæ Vopnafjarðar til að knýja fiskimjölsverksmiðjuna á meðan skerðingar stóðu yfir á raforku í vetur. Forstjóri fyrirtækisins segir að stjórnvöld verði að huga að því að styðja við vegferð fyrirtækja í raforkumálum.Kynna framkvæmdir við snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað
Íbúafundur verður haldinn í Neskaupstað í dag um þær framkvæmdir sem nýhafnar eru við snjóflóðavarnir undir Nes- og Bakkagiljum.Hreint ágæt berjaspretta þrátt fyrir rysjótta tíð í sumar
Nóg er af aðalbláberjum, bláberjum og krækiberjum víða á Austurlandi þrátt fyrir heldur rysjótta sumartíð og hreint og beint vetrarhret í byrjun júní. Berin ekki ýkja stór en því bragðbetri að sögn „sérfræðings.“
Pálína Waage hafði kjark til að ögra karlaveldinu
Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur á Seyðisfirði, er að leggja lokahönd á bók um Pálínu Waage, athafnakonu á Seyðisfirði. Saga Pálínu sem viðskiptakonu er um margt athygliverð á tímum þar sem takmarkaðar heimildir eru þátttöku kvenna í atvinnu-og viðskiptalífi.Töluverð uppstokkun skólastjórnenda í grunnskólum
Einir þrír nýir skólastjórar tóku við stjórnartaumum í grunnskólum Austurlands þetta skólaár í viðbót við einn nýjan aðstoðarskólastjóra. Ágætlega tókst að manna kennarastöður skólanna nú en sem fyrr er töluvert af ófagmenntuðu fólki.