Tæplega 900 manns á austursvæði Vinnumálastofnunar, frá Vopnafirði til Hornafjarðar, hafa nýtt sér rétt til hlutastarfa. Velferðarráðherra segir tölurnar yfir haldið heldur meiri en reiknað var með en betra sér að fyrirtæki nýti þetta úrræði heldur en segja upp starfsfólki.
Skip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað bíða þess í Norðfjarðarhöfn að niðurstaða skimunar fyrir covid-19 veirunni meðan áhafna þeirra liggi fyrir áður en þau halda til kolmunnaveiða.
Eftir að ljóst var að engar fermingar yrðu um páska kusu flest fermingarbörn að færa fermingardaginn fram til hausts. Austfirskir prestar hafa að undanförnu tekið tæknina í sína þágu til að halda uppi helgihaldi.
Þrjú austfirsk fyrirtæki eru á lista heilbrigðisráðuneytisins yfir þau fyrirtæki sem fengið hafa undanþágur frá samkomubanni til að halda uppi þjóðhagslega mikilvægri starfsemi. Ströng skilyrði fylgja undanþágunum. Hjá Fjarðaáli á Reyðarfirði hafa verið gerðar breytingar á vaktafyrirkomulagi til að bregðast við körfunum.
Ekkert covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi síðustu sex daga og áfram fækkar í sóttkví. Niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar eru hins vegar ókomnar.
Að byrja sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur á Fjórðungssjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað veitir hjúkrunarfræðingum mikilvæga reynslu fyrir framtíðina, segir Helga Rósa Másdóttir, hjúkrunardeildarforstjóri bráðamóttöku Landsspítala.