Menningarstofa Fjarðabyggðar stendur í kvöld fyrir bílabíói á Eskifirði. Til stendur að standa fyrir fleiri slíkum sýningum á meðan samkomubanni stendur. Forstöðumaður Menningarstofuna segir gott fyrir fólk að komast út og brjóta upp hversdaginn innan allra reglna.
Opnað hefur verið fyrir skráningu í skimanir vegna covid-19 veirunni á Austurlandi. Skimað verður á Reyðarfirði og Egilsstöðum á laugardag og sunnudag.
Nýlega var dreift á Alþingi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á lögum sem varða eignarráð og nýtingu fast- og jarðeigna. Frumvarpið er að mínu viti eitt hið mikilvægasta sem þessi ríkisstjórn hefur boðað. Það er vegna þess að eignarhald á landi er svo geysilega mikilvægt og hefur áhrif áratugi fram í tímann. Að sama skapi gæti það orðið afdrifaríkt til lengri tíma að leyfa núverandi ástandi að viðhaldast.
Lögreglan á Austurlandi hefur fellt niður mál gegn ábúendum í Gautavík í Berufirði sem hófst með athugasemd Lyfjastofnunar um ræktun þeirra á iðnaðarhampi. Ábúendur segja málið hafa verið sér þungbært en fagna því að geta nú haldið ótrauð áfram.
Ysti hluti leiðarinnar um Tjarnarás á Egilsstöðum lokaðist á fjórða tímanum í dag eftir að tengivagn hrökk aftan úr flutningabíl Flytjanda á leið út götuna.