Tæplega 900 manns á austursvæði Vinnumálastofnunar, frá Vopnafirði til Hornafjarðar, hafa nýtt sér rétt til hlutastarfa. Velferðarráðherra segir tölurnar yfir haldið heldur meiri en reiknað var með en betra sér að fyrirtæki nýti þetta úrræði heldur en segja upp starfsfólki.
Vika er nú liðin frá því að síðasta covid-19 tilfellið var staðfest á Austurlandi. Tveir þeirra sjö sem settir voru í einangrun eftir að hafa smitast eru lausir úr henni.
Ekkert þeirra rúmlega 1400 sýna sem tekin voru í samstarfi Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Íslenskrar erfðagreiningar um síðustu helgi reyndist jákvætt. Ekkert nýtt smit hefur bæst við síðasta sólarhringinn á svæðinu og einn til viðbótar er laus úr einangrun.
Myndband af dansandi sjúkraflutningahópi hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum hefur vakið mikla lukku eftir að það birtist á samfélagsmiðlum í gær. Hjúkrunarfræðingur úr hópnum segir nauðsynlegt að finna leiðir til að létta lundina á erfiðum tímum.