Skimun meðan Austfirðinga fyrir covid-19 veirunni hófst á Egilsstöðum og Reyðarfirði um klukkan níu í morgun. Alls er gert ráð fyrir að taka 1500 sýni eystra næstu þrjá daga.
Seyðfirðingurinn Helgi Haraldsson renndi ekki í grun um hvað í vændum væri þegar hann stofnaði sönghóp á Facebook. Innan við viku eftir stofnun hópsins eru tæplega sex þúsund manns skráð í hópinn.
Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa borist fleiri pinnar til að taka covid-19 sýni. Fleirum býðst því að skráð sig í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu veirunnar í íslensku samfélagi.
Von er á fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands fyrir covid-19 veirunni á mánudag. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum síðustu þrjá daga.
Innan við eitt hundrað manns eru nú í sóttkví á Austurlandi og hefur fækkað hratt síðustu tvo daga. Ekkert nýtt covid-19 smit hefur komið fram á sama tíma.