Skimun meðan Austfirðinga fyrir covid-19 veirunni hófst á Egilsstöðum og Reyðarfirði um klukkan níu í morgun. Alls er gert ráð fyrir að taka 1500 sýni eystra næstu þrjá daga.
Fljótsdælingurinn Brynjar Darri S. Kjerúlf og kærasta hans Karin Taus voru þrjá sólarhringa að komast frá Tansaníu, þar sem þau voru við sjálfboðaliðastörf, til Vínarborgar þar sem þau hafa vetursetu. Fyrri áform þeirra um heimferð fóru út um þúfur þar sem flugáætlanir riðluðust í heimsfaraldri covid-19 veirunnar.
Félagar í stráka- og pókerklúbbnum Bjólfi dóu ekki ráðalausir þótt slá þyrfti tíu ára afmælisferð félagsins, sem vera ætti í lok mánaðarins, af og héldu rafrænt pókermót á föstudagskvöld. Það hentaði jafnvel betur fyrir meðlimi klúbbsins sem dreifðir eru víða.
Von er á fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands fyrir covid-19 veirunni á mánudag. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum síðustu þrjá daga.