Allar fréttir

Sjómenn bíða eftir niðurstöðum skimunar

Skip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað bíða þess í Norðfjarðarhöfn að niðurstaða skimunar fyrir covid-19 veirunni meðan áhafna þeirra liggi fyrir áður en þau halda til kolmunnaveiða.

Lesa meira

Ekkert smit fimmta daginn í röð

Ekkert covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi síðan á miðvikudag. Áfram fækkar þeim sem eru í sóttkví til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Lesa meira

Héldu rafrænt pókermót í samkomubanni

Félagar í stráka- og pókerklúbbnum Bjólfi dóu ekki ráðalausir þótt slá þyrfti tíu ára afmælisferð félagsins, sem vera ætti í lok mánaðarins, af og héldu rafrænt pókermót á föstudagskvöld. Það hentaði jafnvel betur fyrir meðlimi klúbbsins sem dreifðir eru víða.

Lesa meira

Vaktafyrirkomulagi Fjarðaáls breytt vegna samkomubanns

Þrjú austfirsk fyrirtæki eru á lista heilbrigðisráðuneytisins yfir þau fyrirtæki sem fengið hafa undanþágur frá samkomubanni til að halda uppi þjóðhagslega mikilvægri starfsemi. Ströng skilyrði fylgja undanþágunum. Hjá Fjarðaáli á Reyðarfirði hafa verið gerðar breytingar á vaktafyrirkomulagi til að bregðast við körfunum.

Lesa meira

„Þurftum að læra að treysta á okkur sjálf“

Að byrja sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur á Fjórðungssjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað veitir hjúkrunarfræðingum mikilvæga reynslu fyrir framtíðina, segir Helga Rósa Másdóttir, hjúkrunardeildarforstjóri bráðamóttöku Landsspítala.

Lesa meira

Þrjá daga á heimleið í ferðatakmörkunum

Fljótsdælingurinn Brynjar Darri S. Kjerúlf og kærasta hans Karin Taus voru þrjá sólarhringa að komast frá Tansaníu, þar sem þau voru við sjálfboðaliðastörf, til Vínarborgar þar sem þau hafa vetursetu. Fyrri áform þeirra um heimferð fóru út um þúfur þar sem flugáætlanir riðluðust í heimsfaraldri covid-19 veirunnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.