Skip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað bíða þess í Norðfjarðarhöfn að niðurstaða skimunar fyrir covid-19 veirunni meðan áhafna þeirra liggi fyrir áður en þau halda til kolmunnaveiða.
Félagar í stráka- og pókerklúbbnum Bjólfi dóu ekki ráðalausir þótt slá þyrfti tíu ára afmælisferð félagsins, sem vera ætti í lok mánaðarins, af og héldu rafrænt pókermót á föstudagskvöld. Það hentaði jafnvel betur fyrir meðlimi klúbbsins sem dreifðir eru víða.
Þrjú austfirsk fyrirtæki eru á lista heilbrigðisráðuneytisins yfir þau fyrirtæki sem fengið hafa undanþágur frá samkomubanni til að halda uppi þjóðhagslega mikilvægri starfsemi. Ströng skilyrði fylgja undanþágunum. Hjá Fjarðaáli á Reyðarfirði hafa verið gerðar breytingar á vaktafyrirkomulagi til að bregðast við körfunum.
Að byrja sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur á Fjórðungssjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað veitir hjúkrunarfræðingum mikilvæga reynslu fyrir framtíðina, segir Helga Rósa Másdóttir, hjúkrunardeildarforstjóri bráðamóttöku Landsspítala.
Fljótsdælingurinn Brynjar Darri S. Kjerúlf og kærasta hans Karin Taus voru þrjá sólarhringa að komast frá Tansaníu, þar sem þau voru við sjálfboðaliðastörf, til Vínarborgar þar sem þau hafa vetursetu. Fyrri áform þeirra um heimferð fóru út um þúfur þar sem flugáætlanir riðluðust í heimsfaraldri covid-19 veirunnar.