Líkur eru á að hámark covid-19 faraldursins verði síðar á Austurlandi heldur en að meðaltali á landsvísu. Vika er nú síðan fyrsta smitið greindist í fjórðungnum, tæpum fjórum vikum á eftir því fyrsta í landinu. Sóttvarnalæknir telur ekki hyggilegt að gefa upp fjölda smita í einstökum byggðarlögum.
Nú þegar aðeins er boðið upp á eitt flug á dag milli Egilsstaða og Reykjavíkur og flugumferð í heiminum dregst saman dag frá degi, skýtur kannski skökku við að skrifa um flugvelli.
Samkomubann vegna heimsfaraldurs af völdum COVID – 19 hefur nú varað í sléttar tvær vikur. Það hefur sett líf flestra úr skorðum á einn eða annan hátt.
Lagfæringar á Barnaskólanum á Eskifirði er annað af þeim tveimur verkefnum sem fá hæsta styrki í ár úr Húsafriðunarsjóði. Austfirsk verkefni fá 33,7 milljónir króna úr sjóðnum að þessu sinni.
Sveitarstjórnir á Austurlandi hafa undanfarna daga farið yfir aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum sem gætu lent í vandræðum í þeirri efnahagskreppur sem hlýst af covid-19 faraldrinum. Mörg hafa seinkað gjalddögum meðan önnur skoða flýtingu framkvæmda.
Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi síðan í gær. Yfir tvö hundruð eru í sóttkví. Fólk er minnt á að hugsa vel hvert um annað því margir finna fyrir öryggisleysi þessa dagana.