Allar fréttir

Til lítils að stæra sig af góðum leikskóla ef ekki er starfsfólk

Foreldrar eins árs barna á Reyðarfirði eru ósáttir við að þurfa að aka börnum sínum í leikskóla á Fáskrúðsfirði þar sem ekki hefur tekið að ráða starfsfólk á Reyðarfirði til að hægt sé að taka á móti börnunum. Bæjarstjóri segir allt reynt til að ráða fleira fólk þannig hægt verði að opna nýja deild á leikskólanum þar í vor.

Lesa meira

Atlaga að öflugu fjölskyldusamfélagi á Reyðarfirði

Skólasund hefur farið fram til fjölda ára í innisundlaug á Reyðarfirði en sundlaugin er staðsett í íþróttahúsinu sem stendur við grunnskólann. Skipulagi sundkennslu hefur verið raðað á 8 vikur á haustin og vorin. Yfir veturinn er sett gólf yfir laugina og þar stundaðar skólaíþróttir sem og íþróttir utan skóla.

Lesa meira

Ráðherra telur þörf á að breyta lögum um smávirkjanir

Umhverfis- og auðlindaráðherra telur rétt að skoða lög sem undanskilja smávirkjanir frá rammaáætlun og mati á umhverfisáhrifum. Jafnframt þurfi að skoða arðgreiðslur og eignarhald orkufyrirtækja sem nýta nýja orkugjafa.

Lesa meira

„Markmiðið að verða betri í dag en í gær“ 

Guðrún Óskarsdóttir náttúrufræðingur og maðurinn hennar Einar Hagen karatekennari fluttu austur í Neskaupstað fyrir fimm árum síðan. Hún fékk vinnu hjá Náttúrustofu Austurlands og Einar fór að þjálfa karate. Þau hafa samanlagt áratugareynslu af karateiðkun og kennslu. 

Lesa meira

Tæpum sextíu milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Austurlands

Sextíu verkefni deila með sér 57,8 milljónum króna sem úthlutað var úr Uppbyggingarsjóði Austurlands í dag. Listahátíðin LungA fær hæsta styrkinn. Af öðrum verkefnum sem fá hæstu styrkina má nefna þróun á spæni úr íslenskum smávið, frumflutningur á íslensku tónverki og dansskóla.

Lesa meira

Gefur út sínu þriðju plötu á fimmtugsafmælinu sínu

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Rafnkell Gíslason fagnar 50 ára afmæli sínu í dag meðal annars með því að gefa út sýna þriðju sólóplötu sem heitir Sameinaðar sálir. Guðmundur verður einnig heiðraður fyrir tónlistarferil sinn næstkomandi föstudag. Þá verða haldnir tónleikar honum til heiðurs þar sem margir þekktir tónlistarmenn koma fram og syngja lögin hans.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar