Allar fréttir

Mikið tjón ef loðnubrestur verður annað árið í röð

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir það áfall ef ekki verður hægt að veiða loðnu í íslenskri lögsögu annað árið í röð. Mikilvægt sé að halda áfram að fylgjast með loðnugöngum þótt ekki sé útlit fyrir að gefinn verði út veiðikvóti á þessari vertíð.

Lesa meira

Brúðkaup fer til fjandans í Valaskjálf

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir á morgun gamanleikritið Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson í leikstjórn Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttir, leikkonu og leikstjóra. Verkið fjallar um brúðkaup þar sem allt klikkar sem getur klikkað og meira til. Nemendur menntaskólans hafa unnið hörðum höndum síðustu vikur við uppsetningu leikritsins.

Lesa meira

„Markmiðið að verða betri í dag en í gær“ 

Guðrún Óskarsdóttir náttúrufræðingur og maðurinn hennar Einar Hagen karatekennari fluttu austur í Neskaupstað fyrir fimm árum síðan. Hún fékk vinnu hjá Náttúrustofu Austurlands og Einar fór að þjálfa karate. Þau hafa samanlagt áratugareynslu af karateiðkun og kennslu. 

Lesa meira

Eldhúsyfirheyrslan: Döðlugott, Magnús Scheving og ærberjasnakk

Breiðdælingurinn Guðný Harðardóttir er Austfirðingum að góðu kunn fyrir Breiðdalsbitann sinn. Hún er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins og sauðfjárbóndi. Matgæðingur síðustu viku skoraði á Guðnýju í eldhúsyfirheyrslu þessarar viku og tók hún áskorununni með glöðu geði. 

Lesa meira

Ljósleiðari í sundur við Möðrudal

Verktaki að störfum við Möðrudal á Fjöllum tók í dag sundur ljósleiðarann sem liggur milli Akureyrar og Egilsstaða. Viðgerðarmenn eru á leið á staðinn.

Lesa meira

Ekki sama VA og séra MR?

Síðastliðið föstudagskvöld kom upp atvik í Gettu-betur spurningakeppni framhaldsskólanna á RÚV þar sem MR og Kvennaskólinn kepptu í 8-liða úrslitum. Eftir að keppni lauk komu upp ásakanir um að liðsmönnum MR hefði verið leiðbeint úr salnum af þjálfara sínum þannig að þeir breyttu svari sínu úr röngu í rétt og stigið sem tryggði þeim 25-24 sigur.

Lesa meira

Til lítils að stæra sig af góðum leikskóla ef ekki er starfsfólk

Foreldrar eins árs barna á Reyðarfirði eru ósáttir við að þurfa að aka börnum sínum í leikskóla á Fáskrúðsfirði þar sem ekki hefur tekið að ráða starfsfólk á Reyðarfirði til að hægt sé að taka á móti börnunum. Bæjarstjóri segir allt reynt til að ráða fleira fólk þannig hægt verði að opna nýja deild á leikskólanum þar í vor.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.