Fimm veiðiskip auk rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar eru nú að koma sér fyrir til þriðju umferðar loðnuleitar. Gert er ráð fyrir að henni ljúki í vikunni ef veður helst skaplegt.
Sameining Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í eitt sveitarfélag mun taka formlega gildi sunnudaginn 3. maí.
Þann 12. febrúar birtist á Austurfrétt frétt þar sem sagt frá fundi um samgöngumál á Eskifirði. Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur flutti þar erindi og er m.a. haft eftir honum að hann óttist að aðstæður til jarðgangagerðar undir Fjarðarheiði geti um margt verið líkar aðstæðum í Vaðlaheiði. Þetta kemur á óvart, flestir sem hafa skoðað aðstæður, telja að mikil líkindi sé með aðstæðum fyrir Norðfjarðargöng og Fjarðarheiðargöng.
Oddviti Vopnafjarðarhrepps segir sveitarstjórn hafa alla staðið að baki því að bjóða Þór Steinarssyni, fráfarandi sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, samkomulag um starfslok. Þór lét af störfum í gær.
Nafnanefnd nýsameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur sent sautján nöfn til umsagnar hjá Örnefnanefnd. Óskað er eftir umsögn um forliðina Austur-/Eystri-/Eystra-, Dreka og Múla, eftirliðina –byggð, -byggðir, -þing og -þinghá auk þess sem Sveitarfélagið Austri flýtur með í beiðninni.