Ágæti sveitungi: Hugleiðingar í aðdraganda kosninga.
BorgarstefnanÞað hefur um langt árabil verið rekin borgarstefna í þessu landi, þar sem öll þjónusta fyrir landsbyggðina hefur smásaman sogast til höfuðborgarsvæðisins og ríkis- og þjónustufyrirtæki á þessarri sömu landsbyggð meira og minna útibú að sunnan, ef þau eru á annað borð. Ástæðan hefur jafnan verið tilgreind að þar sé markaðurinn, þar sé fjöldinn, þar sé stjórnsýslan og þar sé bolmagnið til að halda úti fyrirtækjum og þjónustu.