Allar fréttir

Ágæti sveitungi: Hugleiðingar í aðdraganda kosninga.

Borgarstefnan

Það hefur um langt árabil verið rekin borgarstefna í þessu landi, þar sem öll þjónusta fyrir landsbyggðina hefur smásaman sogast til höfuðborgarsvæðisins og ríkis- og þjónustufyrirtæki á þessarri sömu landsbyggð meira og minna útibú að sunnan, ef þau eru á annað borð. Ástæðan hefur jafnan verið tilgreind að þar sé markaðurinn, þar sé fjöldinn, þar sé stjórnsýslan og þar sé bolmagnið til að halda úti fyrirtækjum og þjónustu.

Lesa meira

Þingmenn einhuga að baki Fjarðarheiðargöngum

Þingmenn Miðflokksins lýstu einhuga stuðningi við Fjarðarheiðargöng á fundi flokksins um samgöngumál á Eskifirði í síðustu viku og sögðu aðra þingmenn kjördæmisins sama sinnis. Formaður samgöngunefndar þingsins segir vart aðrar leiðir færar en taka upp veggjöld til að greiða fyrir samgöngubótunum.

Lesa meira

Verkfall Eflingar hefur áhrif á Austfirðinga

Ruslageymslum í íbúðum AFLs Starfsgreinafélags í Stakkholti í Reykjavík hefur verið læst þar sem ótímabundið verkfall félagsfólks í Eflingu, þar með talið sorphirðufólks, hófst á miðnætti. Framkvæmdastjóri AFLs segir umgengni fólks á svæðinu ráða því hve lengi verði hægt að halda íbúðunum opnum.

Lesa meira

Hannaði matardisk fyrir hátíðarkvöldverð Klúbb matreiðslumanna

Grafíski hönnuðurinn, myndlistarmaðurinn og Héraðsbúinn Heiðdís Halla Bjarnadóttir hannaði nýverið matardisk sérstaklega fyrir hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara. Þetta er árlegur viðburður sem klúbburinn stendur fyrir og er eitt aðalfjármögnunarverkefnið fyrir kokkalandsliðið.

Lesa meira

Fjölsótt þjóðahátíð á Vopnafirði – Myndir

Vopnfirðingar lögðu margir hverjir leið sína í félagsheimilið Miklagarð á laugardag þar sem haldin var þjóðahátíð í fyrsta sinn á Vopnafirði. Verkefnastjóri hjá Vopnafjarðarhreppi segir fulla þörf á samtali í samfélaginu sem inniheldur orðið fólk af meira en tuttugu þjóðernum.

Lesa meira

Rótarý og Verkmenntaskóli Austurlands halda opin fund um umhverfismál

Næstkomandi miðvikudagskvöld, 19. febrúar mun Rótarýklúbbur Neskaupstaðar ásamt Umhverfisnefnd Verkmenntaskóla Austurlands (VA) standa fyrir opnum fundi um umhverfis- og loftlagsmálmál. Kynntar verða meðal annars niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir í íbúa Neskaupstaðar og nemendur VA.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.