Framkvæmdastjóri Institute for Positive Health (IPH) í Hollandi segist vona að innleiðin hugmyndafræði stofnunarinnar um jákvæða heilsu hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) eigi eftir að ganga vel og verða öðrum íslenskum heilbrigðisstofnunum til eftirbreytni. Um leið efli hún samstarf Íslands og Hollands í heilbrigðismálum.
Nóg verður um að vera á Austurlandi um helgina. Hvort sem það eru tónleikahátíðin Köld, körfuboltaleikur þar sem Höttur berst um að komast upp deild, spilanámskeið, leikhús eða Ístölt Austurland. Það ætti engum að leiðast um helgina.
Hér á Austurfrétt var nýlega birt grein um mögulega virkjun Geitdalsár. Greinarhöfundur virðist andsnúinn hugmyndum um virkjunina og jafnframt þátttöku einkaaðila í raforkuframleiðslu. Gott og vel. Í greininni er hins vegar að finna aragrúa rangfærslna og aðdróttana sem snúa að fyrirtækinu Arctic Hydro og verkefninu. Helstu rangfærslur greinarinnar verða hér leiðréttar í þágu heilbrigðrar umræðu um málefnið.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, er ánægð með samstarfssamning um innleiðingu jákvæðrar heilsu sem Heilbrigðisstofnun Austurlands verður fyrst íslenskra heilbrigðisstofnana til að innleiða. Fulltrúar HSA, þriggja sveitarfélaga á Austurlandi og Institute for Positive Health skrifuðu undir samstarfssamning þess efnis í heilbrigðisráðuneytinu í dag.
Höttur og Hamar munu að líkindum leika úrslitaleik um hvort liðið spilar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á ári. Línurnar skýrðust þegar Höttur vann þriðja liðið í toppbaráttu fyrstu deildar 93-81 á Egilsstöðum í gærkvöldi. Þjálfari liðsins segir það hafa spilað frábæran varnarleik.
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) verður fyrst íslenskra heilbrigðisstofnana til að innleiða hollenska hugmyndafræði um jákvæða heilsu. Skrifað var undir samninga þess efnis milli HSA, þriggja austfirskra sveitarfélaga og Instittute for Positive Health í dag.