Í félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði er gömul sýningavél sem var notuð til kvikmyndasýninga. Hún var notuð frá því kvikmyndasýningar hófust í Valhöll. Nú hefur Kvikmyndasafn Íslands óskað eftir að fá hluta vélarinnar til varðveislu.
Þrjú veiðiskip sem í gær hófu leit að loðnu hafa ekki enn fundið neitt. Leiðangursstjóri segir að reglulega berist fréttir af loðnu á ferðinni en ekkert sé vitað um magnið, sem skiptir öllu máli. Lítil bjartsýni ríkir fyrir loðnuveiðar ársins þar sem væntanlegur veiðistofn hefur mælst lítill í fyrri rannsóknum.
Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er. Ótrúlegt er að sjá fjölbreytni og sérstöðu þeirrar þjónustu sem í boði er.
Forsvarsmenn Verkmenntaskóla Austurlands eru ósáttir við vinnubrögð RÚV vegna ákvörðunar um að láta endurtaka viðureign skólans við Menntaskólann á Ísafirði í spurningakeppninni Gettu betur vegna tæknilegra mistaka.
RÚV hefur ákveðið að viðureign Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Ísafirði í annarri umferð spurningakeppninnar Gettu betur verði endurtekin vegna tæknilegra mistaka. VA hafði betur er liðin mættust í gærkvöldi og taldi sig hafa tryggt sér sæti í sjónvarpshluta keppninnar.
Yfir 30 austfirskir ferðaþjónustuaðilar kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni Mannamótum sem haldin er í Kórnum í Kópavogi í dag. Verkefnisstjóri segir hug í Austfirðingum eftir gott ár.
Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir ánægjulegt að sjá hversu vel snjóflóðavarnamannvirki hafi reynst þegar tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í gærkvöldi. Á sama tíma séu þau áminning um að ekki verið haldið aftur af fjármagni úr Ofanflóðasjóði og sem fyrst lokið við að verja hættusvæði um allt land.