Allar fréttir
Jóhann Sveinbjörnsson er Austfirðingur ársins 2019
Jóhann Sveinbjörnsson, 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði, er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurfréttar. Jóhann valdi frekar að fara út á golfvöll að æfa sig kvöld eitt í ágúst frekar en horfa á sjónvarpið. Á vellinum heyrði hann köll ungrar konu sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan og slasast alvarlega. Ekki mátti tæpara standa að henni yrði bjargað.Óttast að ný reglugerð geri út af við grásleppuveiðar
Kári Borgar Ásgrímsson, útgerðarmaður á Borgarfirði, óttast að ný reglugerð sjávarútvegsráðherra um hrognkelsaveiðar, verði til þess að gera út af þá sem hafa atvinnu af veiðunum og þau byggðarlög sem atvinnu hafa af þeim.Eiðar til sölu
Jörðin Eiðar á Fljótsdalshéraði, ásamt þeim fasteignum sem henni fylgja, hefur verið auglýst til sölu. Landsbankinn tók við eigninni af Sigurjóni Sighvatssyni í lok síðasta árs.Keyrt á hreindýr á Völlum
Keyrt var á hreindýr við bæinn Mjóanes á Völlum um helgina. Tveir hreindýrahópar halda til á því svæði og hafa þvælst fyrir vegfarendum.Mannbjörg eftir eldsvoða í gamla Aðalsteini Jónssyni
Mannbjörg varð í nótt þegar eldur kom upp í rússneska togaranum Enigma Astralis. Hann hét á árunum 2006-17 Aðalsteinn Jónsson og var gerður út af Eskju.Metfjöldi á reiðnámskeiði Freyfaxa í ár
Í vetur stendur Hestamannafélagið Freyfaxi fyrir reiðnámskeiði fyrir börn og unglinga líka og undanfarin tíu ár. Á námskeiðinu er farið í undirstöðuatriði reiðmennsku og einnig er bóklegur hluti námskeiðsins þar þátttakendur læra um hestinn. Aldrei hefur verið eins góð þátttaka og í ár eða 55 krakkar.